Landsli­i­ heldur til Hollands

Íslenska landsliðið í badminton heldur á sunnudag til Amsterdam í Hollandi en þar fer Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða fram.

Keppnin hefst þriðjudaginn 14. febrúar og sunnudaginn 19. febrúar kemur í ljós hvaða lönd verða Evrópumeistarar karla- og kvennalandsliða. Þau lönd taka síðan þátt í Thomas & Über Cup, Heimsmeistaramóti karla- og kvennalandsliða, í Kína í júní.

Landsliðshópinn skipa Karitas Ósk Ólafsdóttir, Ragna Ingólfsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir, Snjólaug Jóhannsdóttir, Tinna Helgadóttir, Atli Jóhannesson, Egill Guðlaugsson, Helgi Jóhannesson, Kári Gunnarsson og Magnús Ingi Helgason. Þau eru öll í TBR nema Egill sem er í ÍA.

Kvennalandsliðið er í riðli með Frakklandi, Belgíu og Wales og á fyrsta leik á móti Belgíu á þriðjudaginn klukkan 14. Karlalandsliðið er í riðli með Úkraínu, Luxemburg og Finnlandi og á fyrsta leik á móti Úkraínu á þriðjudaginn klukkan 17.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Smellið hér til að lesa meira um Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða.

Skrifa­ 10. febr˙ar, 2012
mg