Úrslit Óskarsmóts KR

Sjöunda mót Varðarmótaraðar BSÍ, Óskarsmót KR 2012 tvíliða- og tvenndarleikshluti, var í gærkvöldi. Keppt var í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki stóðu bræðurnir Atli og Helgi Jóhannessynir TBR uppi sem sigurvegarar í tvíliðaleik eftir að hafa unnið Arthúr Geir Jósefsson og Einar Óskarsson TBR 21-15 og 21-16.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR eftir úrslitaleik gegn Jóhönnu Jóhannsdóttur og Þorbjörgu Kristinsdóttur TBR 21-17 og 21-13.

Tvenndarleikinn unnu Atli og Snjólaug TBR eftir sigur á Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR 21-17 og 21-17.

Í A-flokki sigruðu Snorri Tómasson og Stefán Ás Ingvarsson TBR í tvíliðaleik karla eftir að hafa lagt Sigurð Sverri Gunnarsson og Þorkel Inga Eriksson TBR að velli 21-10 og 21-17.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Þær unnu í úrslitaleiknum Hörpu Gísladóttur og Heiðdísi Snorradóttur Aftureldingu 21-18 og 21-18.

Tvenndarleikinn unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður TBR eftir sigur á Snorra og Elisabethu Christensen TBR eftir oddalotu 18-21, 21-4 og 21-18.

Í B-flokki, tvíliðaleik karla, unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR en þeir unnu í úrslitaleiknum Egil Þór Magnússon og Guðmund Ágúst Thoroddsen Aftureldingu 21-19 og 21-16.

Lína Dóra Hannesdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR unnu tvíliðaleik kvenna eftir sigur á Elísu Líf Guðbjartsdóttur og Unni Dagbjörtu Ólafsdóttur TBR 21-18 og 23-21.

Tvenndarleikinn unnu Kristófer Darri og Margrét TBR en þau unnu Egil Þór og Heiðdísi Aftureldingu eftir oddalotu 21-16, 10-21 og 21-17.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Óskarsmóti KR.

Næsta mót á Varðarmótaröð BSÍ er Reykjavíkurmót fullorðinna 25. febrúar 2012.

Skrifað 8. febrúar, 2012
mg