Óskarsmót KR er á morgun

Óskarsmót KR, tvíliða- og tvenndarleikshluti hefst á morgun, þriðjudag, klukkan 17:10. Mótið er hluti af Varðarmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista sambandsins.

Keppt verður í Meistara-, A- og B-flokki. Alls eru 62 keppendur skráðir til leiks frá fjórum félögum, Aftureldingu, ÍA, KR og TBR.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar mótsins.

Athugið að tímasetningar eru til viðmiðunar og mótsstjórn áskilur sér rétt til að breyta þeim gerist þess þörf. Ef ekki næst að klára mótið verða einhverjir úrslitaleikir leiknir á fimmtudaginn klukkan 19:40.

Skrifað 6. febrúar, 2012
mg