┌rslitaleikir Ý B-deild eru a­ hefjast

Úrslitaleikir í B-deild á Deildakeppni BSÍ eru að hefjast.

Um fyrsta sætið spila TBR-Hrafnarnir, TBR-Þrumuguðirnir og BH-Keppnis í þriggja liða riðli. Um fjórða sætið spila BH-Naglar, Afturelding og Einherji og um sjötta sætið spila BH-Flottir, BH-Unglingar og TBR-Vinirnir einnig í þriggja liða riðlum.

Úrslitaleikir í A-deild og meistaradeild hefjast klukkan 15. Klukkan 13 hefst útsláttarkeppni um Íslandsmeistaratitilinn en það eru TBR-Öllarar 2, TBR-Ásarnir, BH-K liðið og TBR-Geitungar sem keppa í honum. Tvö af þessum liðum mætast síðan í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn klukkan 15.

Í meistaradeildinni eru TBR-A landsliðið efst eftir fjórar viðureignir af fimm og með sigri í síðustu umferðinni klukkan 17 er það búið að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn og þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða sem fer fram í sumar.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í Deildakeppni BSÍ.

Skrifa­ 5. febr˙ar, 2012
mg