Deildakeppni BSÍ - annar dagur

Öðrum degi Deildakeppni Badmintonsambandsins lauk rétt í þessu. Margar spennandi viðureignar voru spilaðar í dag og á morgun ræðst hvaða lið verða Íslandsmeistarar liða 2012.

Smellið hér til að sjá myndir af liðunum sem keppa á Deildakeppninni 2012.

Úrslitaleikir fara fram á morgun, sunnudag, í A- og B-deild klukkan 13 og í meistaradeild klukkan 15.

Í meistaradeild eru tvær umferðir eftir og nú er TBR-A landsliðið efst með 6 stig og alla leiki unna 8-0. TBR-Öllarar eru næstefstir með 4 stig.

Í A-deild er ein umferð eftir í riðlunum sem er spiluð klukkan 9 í fyrramálið en tvö efstu liðin úr þeim fara í útsláttarkeppni sem hefst klukkan 13. Eftir annan daginn eru TBR-Öllarar2 og TBRGeitungar efst í riðlunum tveimur.

B-deildin hefur spilað alla leiki í riðlunum þremur og sú deild mun hefja leik á morgun klukkan 9 í úrslitariðlum um 1. - 3. sætið, 4. - 6. sætið og 7. - 9. sætið. TBR-Hrafnarnir, TBR-Þrumuguðirnir og BH-Keppis keppa um fyrsta sætið.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Smellið hér til að sjá niðurraðanir og tímasetningar leikja á morgun, sunnudag.

Verðlaunaafhending fer fram á morgun að leikjum loknum um klukkan 17.

Keppni hefst ,eins og áður sagði, á morgun klukkan 9 í A- og B-flokki.

Skrifað 4. febrúar, 2012
mg