Deildakeppni BSÍ - fyrsti dagur

Fyrstu umferð á Deildakeppni BSÍ lauk rétt í þessu. Leikin var ein umferð í Meistaradeild og fjórar umferðir í A-deild, tvær í hvorum riðli.

Leikjum dagsins lauk með eftirfarandi hætti: Í meistaradeild: TBR Pressuliði 3 - 5 BH, TBR Öllarar 6 - 2 ÍA, TBR A landsliðið 8 - 0 TBR Félagsliðið. Í A-deild: TBR Jaxlar/Trukkar 0 - 7 TBR Öllarar, TBR Púkar 1 - 6 TBR Elítan, ÍA/UMFS 2 - 5 TBR Jaxlar, BH-A liðið 4 - 3 TBR Ásarnir.

Nánari úrslit í leikjum dagsins má nálgast hér.

Niðurröðun og tímasetningar má nálgast hér.

Keppni hefst að nýju í fyrramálið klukkan 9 með leikjum í B-deild. A-riðillinn heldur áfram keppni klukkan 10:30 og leikir í meistaradeild hefjast klukkan 12.

Skrifað 3. febrúar, 2012
mg