Minnum á síðasta skráningardag á Deildakeppni BSÍ

Deildakeppni Badmintonsambands Íslands verður haldin helgina 3. - 5. febrúar næstkomandi í TBR húsunum við Gnoðarvog.

Keppt verður í þremur flokkum, Meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Keppt er samkvæmt alþjóðlegum reglum um mót sem þessi og skipulagsreglum BSÍ.

Tilkynna skal um þátttöku í Deildakeppninni í síðasta lagi klukkan 12 föstudaginn 27. janúar. Skráning skal berast á Excel-formi og taka skal fram nöfn og kennitölur keppenda í styrkleikaröð. Að auki þarf að koma fram nöfn liðanna og nafn fyrirliða.

Þátttökugjald á hvert lið er kr. 36.500,-.

Smellið hér til að nálgast reglur um Deildakeppni BSÍ.

Smellið hér til að nálgast mótaboð í Deildakeppni BSÍ.

Smellið hér til að nálgast skráningarblað á Deildakeppni BSÍ.

Skrifað 25. janúar, 2012
mg