Úrslit á Unglingameistaramóti TBR

Unglingameistaramót TBR var haldið um helgina en mótið var hluti af Reykjavík International Games 2012. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Keppendur frá Færeyjum toku þátt í mótinu og voru sigursælir á mótinu, sérstaklega í yngri aldursflokkum en sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Í flokki U13 sigraði Bartal Poulsen frá Færeyjum Andra Snæ Axelsson ÍA 21-10 og 21-9 í einliðaleik hnokka. Gunnva K. Jakobsen frá Færeyjum vann Andreu Nilsdóttir TBR í einliðaleik táta 21-9 og 21-9. Í tvíliðaleik hnokka unnu Færeyingarnir Bartal Poulsen og Brandur Jacobsen Andra Snæ Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA 21-9 og 21-9. Í tvíliðaleik táta unnu einnig Færeyingar, þær Gunnva K. Jakobsen og Marjun Á Lakjuni en þær sigurðu Andreu Nilsdóttur og Ernu Katrínu Pétursdóttur TBR 21-15 og 21-10. Í tvenndarleik unnu Bartal og Gunnva frá Færeyjum þau Andr Snæ og Hörpu Kristnýju Sturlaugsdóttur ÍA 21-10 og 21-6. Þau Bartal og Gunnva unnu því þrefalt á mótinu.

Í flokki U15 vann Pálmi Guðfinnsson TBR Davíð Bjarna Björnsson TBR 21-17 og 21-19 í einliðaleik sveina. Alda Jónsdóttir TBR vann Hörpu Hilmisdóttur UMF Skallagrími 21-14 og 21-19 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson þá Davíð Phoung og Vigni Haraldsson TBR 21-10 og 21-15. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda og Margrét Nilsdóttir TBR Færeyingana Kristina Eriksen og Sólfríð H. Joensen eftir oddalotu 21-13, 13-21 og 21-14. Í tvenndarleik unnu Kristófer Darri og Margrét Nilsdóttir TBR Davíð Bjarna Björnsson og Öldu TBR eftir oddalotu 22-24, 21-16 og 23-21.

Í flokki U17 vann Daníel Jóhannesson TBR Eið Ísak Broddason TBR eftir oddalotu 21-14, 14-21 og 21-17 í einliðaleik drengja. Margrét Finnbogadóttir TBR vann Sigríði Árnadóttur TBR 21-14 og 21-12 í úrlistaleik í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Daníel og Eiður þá Arnór Tuma Finnsson UMF Skallagrími og Helga Grétar Gunnarsson ÍA 21-17 og 21-16. Í tvíliðaleik telpna unnu Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR Margréti Finnbogadóttur og Unni Björk Elíasdóttur TBR 21-14 og 21-14 Í tvenndarleik unnu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir TBR þau Stefán Ás Ingvarsson og Margréti Finnbogadóttur TBR 21-17 og 21-17.

Í flokki U19 vann Ólafur Örn Guðmundsson BH Snorra Tómasson TBR 1-15 og 21-9 í einliðaleik pilta. Í einliðaleik stúlkna vann Margrét Jóhannsdóttir TBR Söru Högnadóttur TBR 21-19 og 21-13. Í tvíliðaleik pilta unnu Snorri Tómasson og Stefán Ás Ingvarsson TBR Brynjar Geir Sigurðsson og Ólaf Örn Guðmundsson BH eftir oddalotu 21-14, 19-21 og 21-16. Í tvíliðaleik stúlkna sigruðu Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR Elisabeth Christensen og Maríu Árnadóttur TBR 21-12 og 21-10. Í tvenndarleik í flokki U19 sigruðu Ólafur Örn BH og Sara TVR þau Snorra Tómasson og Maríu Árnadóttur TBR eftir oddalotu 25-23, 16-21 og 21-12.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingameistaramóti TBR.

Skrifað 23. janúar, 2012
mg