Breytingar á Óskarsmóti KR

Samkvæmt beiðni var ákveðið að fresta Óskarsmóti KR, tvíliða- og tvenndarleikshluta. 

Mótið sem átti að vera sunnudaginn 29. janúar verður haldið þriðjudaginn 7. febrúar og hefst klukkan 17:10.  Leikið verður til klukkan 21:20 og ef ekki næst að klára mótið á þeim tíma verður fram haldið fimmtudaginn 9. febrúar klukkan 19. 

Leikið verður í tvíliða- og tvenndarleik í Meistara-, A- og B-flokki karla og kvenna. 

Mótið er hluti af Varðarmótaröð BSÍ og gefur stig á styrkleikalista.  Skráningar þurfa að berast í síðasta lagi föstudaginn 3. febrúar. 

Smellið hér til að nálgast mótsboðið.

Skrifað 19. janúar, 2012
mg