VŠrl°se enda­i Ý fjˇr­a sŠti ˙rvalsdeildarinnar Ý Danm÷rku

Værløse, lið Tinnu Helgadóttur í dönsku deildinni, vann í gærkvöldi Lillerød 4-3 í síðasta leik úrvalsdeildarinnar. Með þessum sigri endaði Værløse í fjórða sæti deildarinnar.

Tinna lék einn leik fyrir lið sitt, tvíliðaleik með Karina Sørensen. Þær töpuðu viðureign sinni við Rikke Olsen Siegemund og Karina Jørgensen 13-21 og 17-21.

 

Tinna Helgadóttir

 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Værløse og Lillerød.

Smellið hér til að sjá stöðuna í úrvalsdeildinni.

Skrifa­ 18. jan˙ar, 2012
mg