Ragna tekur þátt í alþjóðlega sænska mótinu

Á fimmtudaginn hefst alþjóðlega sænska mótið og mun Ragna Ingólfsdóttir taka þátt í því.  
 
Ragna fer beint inn í aðalkeppnina og keppir sinn fyrsta leik við Simone Prutsch frá Austurríki á föstudaginn.  Ragna hefur einu sinni att kappi við Prutsch en það var árið 2002 og þá bar Ragna sigur úr bítum.  Ragna er nú í 70. sæti heimslistans en Prutsch í 79. sæti.  
 
Þær kepptu báðar í velska mótinu í desember síðastliðnum en þá endaði Ragna í öðru sæti eftir að hafa gefið úrslitaleikinn en Prutsch, sem var raðað númer tvö inn í mótið, komst í átta manna úrslit.  
 
Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á alþjóðlega sænska mótinu.
Skrifað 18. janúar, 2012
mg