Fyrsta fullorđinsmót vetrarins í TBR um helgina

Um helgina fer fram í TBR-húsunum fyrsta fullorðinsmót vetrarins, TBR OPIÐ. Skráning í mótið er mjög góð en alls hafa rúmlega 80 leikmenn skráð sig til keppni í Meistara, A og B flokki. Meðal keppenda eru t.d. Margnús Ingi Helgason núverandi Íslandsmeistari í einliðaleik karla og hin íslensk/sænski Hugi Heimisson. Íslandsmeistari kvenna, Ragna Ingólfsdóttir, er ekki með í mótinu vegna anna í keppni erlendis.

Mótið hefst kl. 10.00 á laugardag og keppni heldur síðan áfram á sunnudag. Hægt er að skoða niðurröðun mótsins með því að smella hér. Athugið að tímasetningar leikja eru aðeins til viðmiðunar, reikna má með að leikir verði leiknir fyrr ef þess gefst nokkur kostur. Keppt er í riðlum í einliðaleik en hrein útsláttarkeppni er í tvíliða- og tvenndarleikjum.

Mótið gefur stig á styrkleikalista BSÍ og er hluti af Stjörnumótaröð BSÍ.

Skrifađ 27. september, 2007
ALS