Hádegisfundur ÍSÍ miðvikudaginn 25. janúar

ÍSÍ býður upp á hádegisfund frá kl. 12.00-13.00 miðvikudaginn 25. janúar næstkomandi í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Kjartan Páll Þórarinsson frá Þekkingarneti Þingeyinga og Sveinn Aðalgeirsson framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Völsungs á Húsavík munu fjalla um verkefni sem snýr að samningi við iðkendur til að sporna gegn neyslu vímuefna. Kjartan Páll vann athyglisverða skýrslu um verkefnið og eru niðurstöður afar fróðlegar.

Í skýrslunni kemur Kjartan Páll inn á árangur og eftirfylgni í tengslum við samninginn sem gerður er milli félags og iðkenda. Hann veltir m.a. upp spurningum í tengslum við ánægju iðkenda og foreldra með samning eins og þennan sem og spurningum um það hversu margir iðkendur halda samninginn.

Að loknum fyrirlestri verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður eins og áður á hádegisfundum ÍSÍ. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir.

Frekari upplýsingar veitir sviðsstjóri Þróunar- og fræðslusviðs ÍSÍ á vidar@isi.is eða í síma 460-1467.

Skrifað 23. janúar, 2012
mg