Lið Magnúsar Inga spilar um að komast upp í aðra deild

Sjöunda og síðasta umferð þriðju deildarinnar í Danmörku fór fram í gærkvöldi.

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar burstaði andstæðing sinn, Skibby 12-1.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, einliða- og tvíliðaleik. Í einliðaleiknum atti hann kappi við Nicolai Brænder og vann örugglega 21-12 og 21-15. Tvíliðaleikinn spilaði hann með Peter Rasmussen gegn Rasmus Brix Jensen og Tobias Røndbjerg. Magnús og Rasmussen unnu leikinn 24-22 og 21-15.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Hillerød og Skibby.

Hillerød endaði því á toppi þriðju deildarinnar með 19 stig, sex unna leiki af sjö. Smellið hér til að sjá stöðuna í þriðju deildinni.

Nú fer Hillerød í umspil um að komast upp í aðra deild á næsta keppnistímabili og spilar fyrsta leik sinn við Hvidovre BC2 þann 12. febrúar. Smellið hér til að sjá riðilinn sem Hillerød spilar í í umspilinu.

Skrifað 16. janúar, 2012
mg