Al■jˇ­legu ReykjavÝkurleikarnir

Unglingameistaramót TBR er hluti af alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum sem fara fram í fimmta sinn dagana 19.-22.janúar næstkomandi. Það eru Íþróttabandalag Reykjavíkur, íþróttafélögin í Reykjavík og nokkur sérsambönd ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Í ár hafa þrjár íþróttagreinar bæst í hóp keppnisgreina á leikunum sem nú eru því samtals 16 talsins. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Smellið hér til að skoða dagskrá leikanna.

Áætlað er að um 400 erlendir þátttakendur muni keppa á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum í ár ásamt um 2.000 íslenskum íþróttamönnum. Erlendu þátttakendurnir koma frá 20 mismunandi löndum og má sjá nánari upplýsingar um löndin hér.

Í tilefni af fimmtu Reykjavíkurleikunum og 100 ára afmæli ÍSÍ verður haldin ráðstefna um afreksþjálfun í tengslum við leikana í samstarfi við ÍSÍ og Háskólann í Reykjavík. Von er á þremur mjög áhugaverðum erlendum fyrirlesurum til landsins sem munu flytja erindi á ráðstefnunni en hún fer fram fimmtudagskvöldið 19.janúar. Nánari upplýsingar um fyrirlesarana og tímasetningar verða birtar í næstu viku.

Heimasíða leikanna er www.rig.is en þar má finna allar upplýsingar um íþróttagreinarnar sem keppt er í og fleira gagnlegt.

Við hvetjum ykkur sem ekki standið í mótahaldi eða keppni þessa helgi að líta við og fylgjast með skemmtilegri keppni.

Skrifa­ 10. jan˙ar, 2012
mg