Úrslit Meistaramóts TBR

Sjötta mót Varðarmótaraðar BSÍ, Meistaramót TBR 2012, var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki.

Í meistaraflokki stóð Íslandsmeistarinn og badmintonmaður ársins 2011, Magnús Ingi Helgason TBR, uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Atla Jóhannesson TBR í einliðaleik karla 21-18 og 23-21.

Magnús Ingi vann líka tvíliðaleikinn ásamt Helga Jóhannessyni TBR er þeir unnu Egil Guðlaugsson og Ragnar Harðarson ÍA 21-15 og 21-8.

Tvenndarleikinn unnu Helgi og Elín Þóra Elíasdóttir TBR eftir sigur á Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR 21-17 og 21-17.

Einliðaleik kvenna sigraði Snjólaug Jóhannsdóttir TBR en hún vann systur sína, Margréti, í úrslitaleik 21-14 og 21-15.

Í tvíliðaleik kvenna sigruðu gamla kempan Elsa Nielsen og Snjólaug TBR er þær lögðu Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur TBR að velli 23-21 og 21-10.

Í A-flokki sigraði Ólafur Örn Guðmundsson BH í einliðaleik karla. Hann vann Daníel Jóhannesson TBR 21-18 og 21-17.

Einliðaleik kvenna vann Margrét Finnbogadóttir TBR en hún vann Sigríði Árnadóttur TBR í úrslitaleik 21-19 og 21-17.

Tvíliðaleik karla sigruðu Sigurjón Jóhannsson og Árni Haraldsson TBR eftir sigur á Kristni Inga Guðjónssyni og Ólafi Erni Guðmundssyni BH 16-21, 21-19 og 21-19.

Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Þær unnu í úrslitaleiknum Margréti Finnbogadóttur og Elisabeth Cristensen TBR 21-18 og 21-17.

Tvenndarleikinn unnu Daníel Jóhannesson og Sigríður TBR eftir sigur á Krisni Inga BH og Elisabeth TBR eftir oddalotu 21-15, 14-21 21-17.

Andri Páll Alfreðsson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki en hann vann Pálma Guðfinnsson TBR eftir oddalotu 17-21, 21-14 og 21-19.

Alda Jónsdóttir TBR sigraði eftir oddalotu Hörpu Hilmisdóttur UMF Skallagrími 21-15, 16-21 og 21-14 í úrslitaleik í einliðaleik kvenna.

Tvíliðaleik karla unnu gömlu kempurnar Harri Omarsson og Sigfús Sverrisson TBR en þeir unnu í úrslitaleiknum Böðvar Kristófersson og Jóns Sólmundsson TBR 21-15 og 21-17.

Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR unnu tvíliðaleik kvenna eftir sigur á Línu Dóru Hannesdóttur TBR og Hörpu Hilmisdóttur UMF Skallagrími 21-11 og 21-15.

Tvenndarleikinn unnu Harri og Guðríður Gísladóttir TBR en þau unnu Kristófer Darra Finnsson og Margréti Nilsdóttur TBR 21-12 og 21-16.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Meistaramóti TBR.

Næsta mót á Varðarmótaröð BSÍ er Óskarsmót KR 29. janúar 2012.

Skrifað 9. janúar, 2012
mg