Ragna er ein af 11 sem tilnefndir eru í vali á Íþróttamanni Reykjavíkur 2011

Miðvikudaginn 4. janúar næstkomandi kl. 16:00 í Höfða, verður tilkynnt um val á Íþróttamanni Reykjavíkur 2011. Veittar verða viðurkenningar til ellefu íþróttamanna í reykvískum félögum fyrir frábæran árangur og mun einn af þeim hljóta útnefninguna:

· Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari frá Ármanni
· Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður frá SR
· Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona frá Ægi
· Hafþór Harðarson, keilari frá ÍR
· Hannes Þór Halldórsson, knattspyrnumaður frá KR
· Hrafnhildur Skúladóttir, handknattleikskona frá Val
· Jón Margeir Sverrisson, sundmaður frá Fjölni og Ösp
· María Guðsteinsdóttir, kraflyftingakona frá Ármanni
· Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, kylfingur frá GR
· Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona frá TBR
· Þormóður Jónsson, júdómaður frá JR

Það er borgarstjórinn í Reykjavík, Jón Gnarr, sem býður til móttökunnar í Höfða og mun afhenda Íþróttamanni Reykjavíkur viðurkenningu.

Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur staðið fyrir vali á Íþróttamanni Reykjavíkur og er þetta því í 33. sinn sem Íþróttamaður Reykjavíkur er kjörinn. Íþróttamaður Reykjavíkur árið 2011 fær til varðveislu farandbikar og eignarbikar ásamt 150.000 kr styrk frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur af þessu tilefni.
Skrifað 3. janúar, 2012
mg