Þjálfaranámskeið 13. - 15. janúar næstkomandi

Badmintonsamband Íslands stendur fyrir þjálfaranámskeiði helgina 13.-15.janúar 2012. Kennari á námskeiðinu er Daninn Morten Bjergen en hann er einn af höfundum Miniton, Teknika og BestOnCourt.com sem margir badmintonþjálfarar þekkja eða hafa heyrt um.

Námskeiðið er 15 klst. og verður kennt föstudag, laugardag og sunnudag. Kostnaður er kr.15.000 á hvern þjálfara. Verkleg kennsla fer fram í TBR húsinu við Gnoðarvog og bókleg kennsla í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Nánari dagskrá má finna hér fyrir neðan.

Námskeiðið er opið öllum sem hafa áhuga á þjálfun barna og unglinga og vilja læra um hugmyndafræði Mortens sem hann stundum kallar svarta beltið í badminton og gengur út á að búa til rauðan þráð í þjálfun hjá félögum. Ekki er skylda að hafa klárað önnur þjálfaranámskeið eða hafa þjálfað þó að námskeiðið henti ábyggilega best fyrir þá sem hafa einhvern grunn.

Síðasti skráningardagur á námskeiðið er 5.janúar 2012. Skráningar skulu berast á netfangið bsi@badminton.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og félag. Einnig þurfa að koma fram upplýsingar um hvort viðkomandi greiðir sjálfur fyrir námskeiðið eða hvort senda eigi reikning á félagið. Þau sem búa langt utan höfuðborgarsvæðisins eru hvött til að nýta sér ÍSÍ fargjöld hjá Flugfélagi Íslands og geta haft samband við undirritaða ef þau þurfa aðstoð við að útvega gistingu.


Iceland - Coaching course
Morten Bjergen from Denmark

Friday 19:00-22:00
Theory - How to make top, youth players
A very good coach who wants to make a difference and a red line in the training = need to have!
From Miniton, to Teknika and now BestOnCourt.com.
Why this? How is the thinking? In theory and practice during the last 8 years.

Saturday 9:00-12:00
New beginner/U9 (work in hall with players in this age group)
Fun, play and motorical games
Learn the right grip - backhand, forehand and change of grip.
Low net and strokes from under hand.

Saturday 13:30-16:30
U11/U13 (work in hall with players in this age group)
Technical, technical and even more technical training
From underhand to flat, defence, clear, drop shot, smash, backhand etc.
Footwork on court - scissor jump, china jump, chasse, running.
Group work in end of Saturday. Sunday morning we will follow up on the questions. Questions will be about how to implement better training in the local clubs.

Sunday 9:00-12:00
U13/15 (work in hall with players in this age group)
From technical player to badminton player.
More and more tactical exercises.
Single tactic as well as tactical exercises for double and mixed.
Physical training getting harder and harder the older they get.

Sunday 13:30-16:30
U15/17/19 (work in hall with players in this age group the first 2 hours. Last hour -talking about what to do coming home...)
From youth player to senior player.
Tactical, tactical, tactical games. Training with hi intensity.
Build up the body in small steps. Physical training - a little every day (Mats Mejdevi - Sportsbasics.com)

Skrifað 3. janúar, 2012
mg