Myndasafniđ stćkkar og stćkkar

Myndasafn BSÍ sem opnað var hér á vefnum í tilefni af afmæli Badmintonsambandsins nú í nóvember fer óðum stækkandi. Rúmlega 300 myndir eru nú komnar inná vefinn og búast má við að þeim haldi áfram að fjölga. Smellið endilega hér, sláið inn nafn í leitargluggann og það er aldrei að vita nema það séu komnar einhverjar myndir inn af ykkur eða félögunum. Einnig er hægt að smella hér til að skoða allar myndir sem komnar eru inná vefinn eða smella hér til að skoða hina ýmsu flokka sem í boði eru.

Badmintonsambandið skorar á allt badmintonfólk að grafa nú upp gömlu myndaalbúmin, skanna bestu myndirnar og senda þær til okkar. Badmintonmyndir frá öllum tímabilum eru vel þegnar. Hverri mynd þarf að fylgja upplýsingar um ljósmyndara/eiganda, dagsetningu (ár er nóg), nöfn einstaklinga á myndunum og tilefni (t.d. ákveðið mót eða jafnvel æfing). Myndirnar er best að senda á geisladiskum til Badmintonsambands Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík eða með tölvupósti á annalilja@badminton.is.

Í einhverjum tilvikum eru spurningarmerki við myndirnar og í þeim tilvikum vantar upplýsingar um viðkomandi mynd. Allar ábendingar um nöfn eða ártöl sem rangt er farið með óskast sendar til annalilja@badminton.is.

Skrifađ 23. nóvember, 2007
ALS