Dregi­ Ý Evrˇpukeppni karla- og kvennalandsli­a

Dregið hefur verið í Evrópukeppni karlalandsliða og kvennalandsliða sem fram fer í Amsterdam í Hollandi dagana 14.- 19. febrúar næstkomandi.

Kvennalandsliðið dróst í riðil sjö með Frakklandi, Wales og Belgíu.

Ísland hefur 15 sinnum att kappi við franska landsliðið, sigrað níu sinnum og tapað sex sinnum og þar af hefur Ísland tapað sex sinnum af síðustu sjö viðureignum. Ísland hefur sjö sinnum keppt við Wales, sigrað tvisvar og tapað fimm sinnum. Síðasta viðureign við Wales var 2008 en þá bar Ísland sigur úr bítum. Ísland hefur keppt 14 sinnum við Belgíu, unnið níu sinnum og tapað fimm sinnum. Ísland vann Belgíu síðast árið 1994.

Karlalandsliðið dróst í riðil með Úkraínu, Finnlandi og Lúxemburg.

Ísland hefur keppt þrisvar keppt við Úkraínu og tapað öllum leikjunum. Ísland hefur keppt 17 sinnum við Finnland, sigrað fimm sinnum og tapað 12 sinnum. Þá hefur Ísland keppt einu sinni, árið 2005, við Lúxemburg og borið sigur úr bítum.

Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari hefur ekki tilkynnt hópinn sem keppir fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða en hann mun verða kynntur hér þegar hann hefur gert það.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í keppnina.

Skrifa­ 20. desember, 2011
mg