Badmintonáriđ 2011

Við áramót er hefð að líta yfir árið sem er að líða og skoða helstu viðburði og afrek. Nóg hefur verið um að vera hjá badmintonfólki á árinu 2011 en stærsti viðburðurinn var án efa Iceland International sem var haldið í nóvember 2011. Eftirfarandi er stutt ágrip helstu viðburða Badmintonsambandsins á árinu 2011.

Janúar

Stjórn Badmintonsambands Íslands valdi Rögnu Ingólfsdóttur og Helga Jóhannesson badmintonfólk ársins 2010. Ragna og Helgi fengu viðurkenningu frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands ásamt íþróttafólki annarra íþróttagreina. Við sama tækifæri völdu Samtök Íþróttafréttamanna Íþróttamann ársins.

Meistaramót TBR var fyrsta mót innan mótaraðar BSÍ á árinu. Sigurvegari í einliðaleik karla var Helgi Jóhannesson TBR. Í einliðaleik kvenna vann Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í tvíliðaleik karla unnu bræðurnir Atli og Helgi Jóhannessynir TBR. Í tvíliðaleik kvenna unnu Karítas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Sigurvegarar í tvenndarleik voru Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Aðrir sigurvegarar á mótinu voru: Í A-flokki; einliðaleikur karla Reynir Guðmundsson KR, einliðaleikur kvenna Sigríður Árnadóttir TBR, tvíliðaleikur karla Geir Svanbjörnsson og Jón Tryggvi Jóhannsson TBR, tvíliðaleikur kvenna Berta Sandholt og Unnur Björk Elíasdóttir TBR og í tvenndarleik unnu Ívar Oddsson og Berta Sandholt TBR. Í B-flokki; einliðaleikur karla Stefán Ás Ingvarsson Aftureldingu, einliðaleikur kvenna Margrét Finnbogadóttir TBR, tvíliðaleikur karla Guðni Agnar Ágústsson og Hilmar Páll Hannesson TBR ekki var keppti tvíliðaleik kvenna og í tvenndarleik unnu Hilmar Páll Hannsson og Margrét Finnbogadóttir TBR.

Þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1B var haldið í janúar. Á námskeiðinu kynntust þjálfararnir ýmsum leiðum til að bæta hreyfiþroska leikmanna og fótaburð. Farið var nákvæmlega yfir fimm tækniatriði í Badmintonbókinni eftir Kenneth Larsen og fengu þjálfararnir tækifæri til að reyna sig í kennslu þeirra á iðkendum hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar. Þá var farið ýtarlega yfir hvernig hægt er að skipuleggja Badmintoníþróttaskóla fyrir 3-5 ára börn og fengu þjálfarar tækifæri til að taka þátt í einum slíkum í Íþróttahúsinu við Strandgötu. Þeir sem luku Badmintonþjálfara 1B um helgina voru eftirfarandi: Karen Guðnadóttir Keflavík, Kristinn Ingi Guðjónsson BH, Margrét Kjartansdóttir Keflavík, Ólafur Örn Guðmundsson BH, Sigrún María Valsdóttir BH, Sonja Magnúsdóttir TBA og Stefán Már Jónsson Keflavík.

Vel heppnaðir Reykjavík International Games voru einnig í janúar. Vinningshafar í mótinu voru eftirtaldir: U13 einliðaleikur táta Alda Karen Jónsdóttir TBR, U13 einliðaleikur hnokka Davíð Bjarni Björnsson TBR, U13 tvíliðaleikur táta Alda Karen Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR, U13 tvíliðaleikur hnokka Bartal Poulsen og Jákup Jacobsen frá Færeyjum, U13 tvenndarleikur Davíð Bjarni Björnsson og Alda Karen Jónsdóttir TBR. U15 einliðaleikur meyja Lína Dóra Hannesdóttir TBR, U15 einliðaleikur sveina Daníel Jóhannesson TBR, U15 tvíliðaleikur meyja Kristjana María Steingrímsdóttir og Lína Dóra Hannesdóttir TBR, U15 tvíliðaleikur sveina Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR, U15 tvenndarleikur Stefán Ás Ingvarsson Aftureldingu og Jóna Hjartardóttir TBR. U17 einliðaleikur telpna Margrét Finnbogadóttir TBR, U17 einliðaleikur drengja Eiður Ísak Broddason TBR, U17 tvíliðaleikur telpna Hulda Lilja Hannesdóttir TBR og Ivalu Birna Falck-Petersen TBA, U17 tvíliðaleikur drengja Sigurður Sverrir Gunnarsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR, U17 tvenndarleikur Steinn Þorkelsson ÍA og Hulda Lilja Hannesdótir TBR. U19 einliðaleikur stúlkna Margrét Jóhannsdóttir TBR, U19 einliðaleikur pilta Jakob Nilsson frá Færeyjum TBR, U19 tvíliðaleikur stúlkna Jóhanna Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR, U19 tvíliðaleikur pilta Jakob Nilsson og Linus Conrad frá Færeyjum U19 og tvenndarleikur Nökkvi Rúnarsson og Jóhanna Jóhannsdóttir TBR.

Ragna Ingólfsdóttir fékk úthluðuðum B-styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Ragna Ingólfsdóttir keppti á alþjóðlega sænska mótinu, Swedish International 2011. Hún komst í 16 manna úrslit.

Einliðaleikshluti Óskarsmóts KR var haldið í janúar. Sigurvegari í einliðaleik karla var Atli Jóhannesson TBR. Í einliðaleik kvenna vann Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Á A-flokki sigruðu Reynir Guðmundsson KR í karlaflokki og Margrét Finnbogadóttir TBR í kvennaflokki. Í B-flokki sigraði Egill Þór Magnússon Aftureldingu í karlaflokki. Ekki var spilað í B-flokki kvenna.

Febrúar

Í febrúar var Deildakeppni BSÍ haldin. Keppt var í þremur deildum; Meistaradeild, A-deild og B-deild. Alls tóku 22 lið frá fimm félögum þátt í Deildakeppninni í ár. Spilaðar voru 55 viðureignir milli liða í mótinu og samtals 395 leikir. Alls tóku tæplega 240 manns þátt í keppninni á öllum aldri. Liðið TBR Garparnir varð Íslandsmeistari í Meistaradeildinni. TBR vann sér þar með þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða sem fór fram í júní sama ár. BH Hálfgaflarar urðu Íslandsmeistarar í A-deild og TBR Guðnarnir í B-deild.

Haldið var námskeið í Tournament Software. Leiðbeinandi var Anna Lilja Sigurðardóttir.

Evrópumót landsliða fór fram í Amsterdam í Hollandi í febrúar. Fyrir Íslands hönd kepptu Helgi Jóhannesson, Atli Jóhannesson, Magnús Ingi Helgason, Ragna Ingólfsdóttir, Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir. Landsliðið keppti fjóra leiki sem fóru þannig: Ísland 1 - Holland 4, Ísland 0 - Sviss 5, Ísland 4 - Litháen 4.

Reykjavíkurmót fullorðinna var haldið í lok febrúar. Í meistaraflokki í einliðaleik karla sigraði Bjarki Stefánsson TBR. Í einliðaleik kvenna vann Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Í tvíliðaleik sigruðu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Í tvenndarleik sigruðu Arthúr Geir Jósefsson og Halldóra Elín Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigruðu Reynir Guðmundsson KR í einliðaleik karla, Sigríður Árnadóttir TBR í einliðaleik kvenna, Nökkvi Rúnarsson og Thomas Þór Thomsen TBR í tvíliðaleik karla, Berta Sandholt og Ásta Ægisdóttir TBR í tvíliðaleik kvenna og Ívar Oddsson og Berta Sandholt TBR í tvenndarleik. Sigurvegarar í B-flokki voru: Sigtryggur Arnar Árnason í einliðaleik, Margrét Finnbogadóttir TBR í einliðaleik kvenna, Guðmundur Ágúst Thoroddsen og Stefán Ás Ingvarsson Aftureldingu í tvíliðaleik karla, Alexandra Ýr Stefánsdóttir og Írena Jónsdóttir ÍA í tvíliðaleik kvenna og Hilmar Páll Hannesson og Margrét Finnbogadóttir TBR í tvenndarleik.

Mars

Í mars var Íslandsmót unglinga haldið í íþróttahúsinu á Siglufirði og í íþróttahúsinu á Ólafsfirði. Mótið gekk mjög vel fyrir sig og var góð stemning fyrir norðan alla helgina. Alls voru 213 leikmenn skráðir til leiks frá 11 félögum: Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, KR, Samherja, TBA, TBR, TBS, UMF Skallagrími og UMF Þór. Spilaðir voru 422 leikir á mótinu. Fimm leikmenn náðu þeim frábæra árangri að verða þrefaldir Íslandsmeistarar en það voru þau Alda Jónsdóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Thomas Þór Thomsen TBR og Nökkvi Rúnarsson TBR. Lið KR var valið prúðasta lið mótsins. Íslandsmeistarar voru eftirtaldir: U-11 Snáðar einliða Andri Snær Axelsson ÍA. U11 Snótir einliða Andrea Nilsdóttir TBR. U-13 Hnokkar einliða Davíð Bjarni Björnsson TBR. U13 Tátur einliða Alda Jónsdóttir TBR. U13 Hnokkar tvíliða Alexander Örn Kárason og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA. U13 Tátur tvíliða Alda Jónsdóttir og Margrét Nilsdóttir TBR. U15 Hnokkar og Tátur tvenndar Davíð Bjarni Björnsson og Alda Jónsdóttir TBR. U-15 Sveinar einliða Daníel Jóhannesson TBR. U15 Meyjar einliða Sigríður Árnadóttir TBR. U15 Sveinar tvíliða Stefán Ás Ingvarsson og Guðmundur Ágúst Thoroddsen Aftureldingu. U15 Meyjar tvíliða Sigríður Árnadóttir og Jóna Hjartardóttir TBR. U15 Sveinar og Meyjar tvenndar Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR. U17 Drengir einliða Thomas Þór Thomsen TBR. U17 Telpur einliða Margrét Jóhannsdóttir TBR. U17 Drengir tvíliða Sigurður Sverrir Gunnarsson og Þorkell Ingi Eriksson TBR. U17 Telpur tvíliða Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir TBR. U-17 Drengir og Telpur tvenndar Thomas Þór Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR. U-19 Piltar einliða Nökkvi Rúnarsson TBR. U19 Stúlkur einliða Rakel Jóhannesdóttir TBR. U-19 Piltar tvíliða Nökkvi Rúnarsson og Thomas Þór Thomsen TBR. U-19 Stúlkur tvíliða Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR. U19 Piltar og Stúlkur tvenndar Nökkvi Rúnarsson og Jóhanna Jóhannsdóttir TBR.

Ragna tók þátt forkeppni Swiss Open mótsins. Hún keppti einnig á alþjóðlega pólska mótinu og komst þar í 16 manna úrslit.

Þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1C var haldið í mars.

Meistaramót BH var haldið í mars. Mikil ánægja var með mótið sem var spilað í riðlum en tveir komust upp úr hverjum riðli og spiluðu í útsláttarkeppni. Helgi Jóhannesson TBR vann í einliðaleik karla í meistaraflokki og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik sigruðu Broddi Kristjánsson og Njörður Ludvigsson TBR í karlaflokki og Halldóra Elín Jóhannsdóttir og Katrín Atladóttir TBR í kvennaflokki. Í tvenndarleik unnu Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Nökkvi Rúnarsson TBR í einliðaleik karla og Sigríður Árnadóttir TBR í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla sigruðu Vignir Sigurðsson og Ívar Oddsson TBR og í kvennaflokki Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Ásdís Óskarsdóttir BH. Í tvenndarleik unnu Ivalu Birna Falck-Petersen TBA og Ívar Oddsson TBR. Í B-flokki sigraði Brynjar Geir Sigurðsson BH í einliðaleik karla og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla unnu Guðmundur Ágúst Thoroddsen og Stefán Ás Ingvarsson Aftureldingu og í kvennaflokki unnu Alda Jónsdóttir og Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Í tvenndarleik sigruðu Stefán Ás Ingvarsson Aftureldingu og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR.

Límtrésmót KR var haldið í Íþróttahúsi KR við Frostaskjól í mars. Keppt var í öllum flokkum nema tvíliðaleik kvenna í A-flokki og í einliða- og tvíliðaleik kvenna í B-flokki. Vinningshafar voru eftirtaldir: Í meistaraflokki: Helgi Jóhannesson TBR vann í einliðaleik karla og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik kvenna unnu Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og í tvíliðaleik karla Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson TBR. Í tvenndarleik unnu Róbert Þór Henn og Karitas Ósk Ólafsdóttir TBR. Í A-flokki vann Reynir Guðmundsson KR í einliðaleik karla og Elisabeth Christensen TBR í einliðaleik kvenna. Í tvíliðaleik karla unnu Vignir Sigurðsson og Ívar Oddsson TBR og í tvenndarleik sigurðu Ívar Oddsson og Berta Sandholt TBR. Í B-flokki vann Andri Páll Alfreðsson TBR í einliðaleik karla og í tvíliðaleik karla unnu Guðmundur Ágúst Thoroddsen og Stefán Ás Ingvarsson Aftureldingu.


Apríl

Í apríl fór fram einn stærsti viðburður vetrarins, Meistaramót Íslands. Mótið gekk mjög vel. Keppt var í Meistaraflokki, A-flokki, B-flokki, Æðstaflokki og Heiðursflokki. Magnús Ingi Helgason var ótvíræður sigurvegari ársins en hann varð þrefaldur Íslandsmeistari, í einliðaleik í annað skipti, í tvíliðaleik í fimmta skipti og öll skiptin með Helga Jóhannessyni og í tvenndarleik í fimmta skipti og í öll skiptin með Tinnu systur sinni. Ragna Ingólfsdóttir varð Íslandsmeistari í áttunda sinn í einliðaleik og í níunda sinn í tvíliðaleik, nú með Katrínu Atladóttur en þetta er sjötti Íslandsmeistaratiltill þeirra saman. Aðrir Íslandsmeistarar 2011 voru í A-flokki: Einliðaleikur karla Reynir Guðmundsson KR, einliðaleikur kvenna Sigríður Árnadóttir TBR, tvíliðaleikur karla Ingólfur Ragnar Ingólfsson og Sævar Ström TBR, tvíliðaleikur kvenna Anna Lilja Sigurðardóttir og Irena Óskarsdóttir BH og tvenndarleikur Ingólfur Ingólfsson og Kristín Magnúsdóttir TBR. Í B-flokki: Einliðaleikur karla Daníel Jóhannesson TBR, einliðaleikur kvenna Margrét Finnbogadóttir TBR, tvíliðaleikur karla Gísli Karlsson og Magnús Hallgrímsson BH, tvíliðaleikur kvenna Guðríður Gísladóttir og Margrét Finnbogadóttir TBR og tvenndarleikur Konráð F. Sigurðsson og Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA. Æðstiflokkur - 50 ára og eldri: Einliðaleikur karla Árni Haraldsson TBR, tvíliðaleikur karla gunnar Bollason og Björn H. Björnsson. Heiðursflokkur - 60 ára og eldri: Einliðaleikur karla Haraldur Kornelíusson TBR, tvíliðaleikur karla Kjartan Nielson og Óskar Óskarsson TBR.

U19 landsliðið tók þátt í Evrópumóti U19 í Helsinki í Finnlandi dagana 15. - 24. apríl. Landsliðið skipuðu Kristinn Ingi Guðjónsson BH, Ólafur Örn Guðmundsson BH, Nökkvi Rúnarsson TBR, Thomas Þór Thomsen TBR, María Árnadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR. Landsliðið keppti 3 leiki sem fóru þannig: Ísland 0 - Holland 5, Ísland 1 - Ungverjaland 4, Ísland 4 - Lettland 1.

U17 landsliðið tók þátt í Viktor OLVE mótinu í Belgíu dagana 23. - 26. apríl. Landsliðið skipuðu Eiður Ísak Broddason TBR, Steinn Þorkelsson ÍA, Thomas Þór Thomsen TBR, Þorkell Ingi Eriksson TBR, Hulda Lilja Hannesdóttir TBR, Margrét Finnbogadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sara Högnadóttir TBR. Mótið var einstaklingsmót.

Skrifað var undir áframhaldandi styrktarsamning við Vörð sem er aðalstyrktaraðili Badmintonsambands Íslands.

Maí

Endurnýjaður var ráðningarsamningur Árna Þórs Hallgrímssonar landsliðsþjálfara í byrjun maímánaðar til tveggja ára.

Ársþing Badmintonsambands Íslands var haldið 13. maí. Stjórn BSÍ skipa Kristján Daníelsson formaður, Guðlaugur Gunnarsson varaformaður, Brynja Kolbrún Pétursdóttir gjaldkeri, Þorsteinn Páll Hængsson ritari, María Skaftadóttir meðstjórnandi, Laufey Jóhannsdóttir meðstjórnandi og Vigdís Ásgeirsdóttir meðstjórnandi. Sigríður Bjarnadóttir og Broddi Kristjánsson viku úr stjórn.
Stigahæstu leikmennirnir á Stjörnumótaröð Badmintonsambandsins voru verðlaunaðir á þingi BSÍ. Í meistaraflokki sigruðu Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og Helgi Jóhannesson TBR en í öðru sæti voru Rakel Jóhannesdóttir TBR og í karlaflokki urðu Arthúr Geir Jósefsson og Bjarki Stefánsson TBR jafnir í öðru sæti. Sigríður Árnadóttir TBR og Ívar Oddsson TBR sigruðu í stigakeppni A-flokksins en í öðru sæti urðu Berta Sandholt TBR og Kristinn Ingi Guðjónsson BH.

Ragna Ingólfsdóttir keppti á alþjóðlega danska mótinu í maí og komst í 16 manna úrslit.

Vormót trimmara var haldið í maí í TBR húsunum.

A-landslið Íslands tók þátt í Heimsmeistaramóti landsliða í Kína 22. - 29. maí. Liðið skipuðu Atli Jóhannesson TBR, Helgi Jóhannesson TBR, Magnús Ingi Helgason TBR, Ragna Ingólfsdóttir TBR, Snjólaug Jóhannsdóttir TBR og Tinna Helgadóttir TBR. Liðið spilaði 4 leiki og þeim lauk með eftirfarandi hætti: Ísland 5 - Seycil eyjar 0, Ísland 2 - Sri Lanka 3, Ísland 2 - Filippseyjar 3 og Ísland 4 - Ísrael 1.

Júní

Ragna Ingólfsdóttir tók þátt í alþjóðlega litháenska mótinu í júní og lenti í öðru sæti sem gaf henni 2.130 stig á heimslistanum.

TBR tók þátt í Evrópukeppni félagsliða. Lið TBR skipuðu Bjarki Stefánsson, Einar Óskarsson, Haukur Stefánsson, Jónas Baldursson, Halldóra Jóhannsdóttir, Karitas Ósk Ólafsdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir. TBR keppti þrjá leiki á mótinu og lauk þeim með eftirfarandi hætti: TBR 1 - Bordeaux 6, TBR 1 - Chel 6 og TBR 2 - Mount Pleasant 5.
Júlí

Ragna Ingólfsdóttir tók þátt í Russian White Nights mótinu í Rússlandi og fór í átta manna úrslit á mótinu sem gaf henni 2.200 stig á heimslistanum.

Evrópuskólinn fór fram í Madrid á Spáni þetta árið. Þátttakendur fyrir Íslands hönd voru Brynjar Geir Sigurðsson BH, Eiður Ísak Broddason TBR, Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Margrét Finnbogadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR og Sara Högnadóttir TBR. Námskeiðið var mjög gagnlegt og lærdómsríkt. Ólafur Örn Guðmundsson BH var á þjálfaranámskeiði sem haldið var meðfram Sumarskólanum. Þátttakendur voru 50 talsins frá 26 löndum auk 25 þátttakenda á þjálfaranámskeiðinu.

Ágúst

Árlegar æfingabúðir, Nordic Camp voru haldnar í Karlskrona í Svíþjóð 1. - 5. ágúst. Þetta er samstarfsverkefni Badmintonsambanda á Norðurlöndum. Íslensku þátttakendurnir voru Alexander Huang TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir TBR, Arna Karen Jóhannsdóttir Aftureldingu og Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Karen Ýr Sæmundsdóttir UMF Þór fór á þjálfaranámskeið sem var haldið samhliða búðunum.

Reynir Guðmundsson KR tók þátt í heimsmeistaramóti öldunga í flokki 50+ í Vancuver í Kanada í ágúst.

Norrænar æfingabúðir voru haldnar á Grænlandi í ágúst. Þær stóðu yfir dagana 9. til 16. ágúst. Þátttakendur voru frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi og voru fyrir aldurshóp U13 til U17. Átta aðilar tóku þátt frá hverju landi. Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari valdi íslenska hópinn. Í honum voru: Andrea Nilsdóttir TBR, Andri Snær Axelsson ÍA, Harpa Hilmisdóttir UMSB, Guðmundur Ágúst Thoroddsen Aftureldingu, Róbert Ingi Huldarsson BH, Alexandra Ýr Stefándsdóttir ÍA, Unnur Björg Elíasdóttir TBR og Halldór Axel Axelsson ÍA. Æfingar stóðu frá morgni til kvölds þessa daga. Síðustu tveir dagarnir voru helgaðir móti en þar tóku allir meðlimir æfingabúðanna þátt. Um leið og æfingabúðirnar stóðu yfir var þjálfaranámskeið á vegum Badminton Europe í gangi. Á það komu þjálfarar frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi. Þátttakandi frá Íslandi á þjálfaranámskeiðinu var Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR.

September

Mótaröð Badmintonsambandsins fékk heitið Varðarmótaröðin og er nefnd eftir aðalstyrktaraðila sambandsins, Verði.

Fyrsta mót Varðarmótarðaðarinnar var í byrjun september, Einliðaleiksmót TBR. Sigurvegarar mótsins eru Atli Jóhannesson TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR.

Annað einliðaleiksmót var haldið í september, Septembermót TBR. Sigurvegarar í mótinu voru Atli Jóhannesson TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR.

Ragna Ingólfsdóttir hóf keppnistímabil vetrarins á alþjóðlega mótinu í Guatemala og fór í 32 manna úrslit. Þá keppti Ragna einnig á alþjóðlega tékkneska mótinu um mánaðarmótin september - október. Rögnu gekk mjög vel á mótinu og fór í átta manna úrslit. Sá fíni árangur gaf Rögnu 2.200 stig á heimslistanum.

Reykjavíkurmót unglinga var haldið í TBR húsunum í september. Þrír aðilar unnu það afrek að verða þrefaldir Reykjavíkurmeistarar, í einliðaleik, tvíliðaleik og í tvenndarleik, þau Alda Karen Jónsdóttir TBR í flokki U15, Daníel Jóhannesson TBR í flokki U17 og Thomas Þór Thomsen TBR í flokki U19. Þrír einstaklingar urðu tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar. Þau eru Jóhannes Orri Ólafsson KR í flokki U13 í einliðaleik og tvíliðaleik, Davíð Bjarni Björnsson TBR í flokki U15 í tvíliðaleik og tvenndarleik og Sigríður Árnadóttir TBR í flokki U17 í tvíliða- og tvenndarleik. Aðrir Reykjavíkurmeistarar eru: Í einliðaleik: Andrea Nilsdóttir TBR í flokki U13, Pálmi Guðfinnsson TBR í flokki U15, Margrét Finnbogadóttir TBR í flokki U17 og Sara Högnadóttir TBR í flokki U19. Í tvíliðaleik: Atli Már Eyjólfsson KR í flokki U13, Kristófer Darri Finnsson TBR í flokki U15, Margrét Nilsdóttir TBR í flokki U15, Eiður Ísak Broddason TBR í flokki U17, Jóna Kristín Hjartardóttir TBR í flokki U17, Gunnar Bjarki Björnsson TBR í flokki U19 María Árnadóttir TBR í flokki U19 og Margrét Jóhannsdóttir TBR í flokki U19. Í tvenndarleik: Andri Broddason TBR í flokki U13 og Erna Katrín Pétursdóttir TBR í flokki U13 og Hulda Lilja Hannesdóttir TBR í flokki U19.

Október

Atlamót ÍA var haldið í október eins og undanfarin ár. Í meistaraflokki hélt sigurganga Atla Jóhannessonar TBR og Snjólaugar Jóhannsdóttur áfram í einliðaleik. Í tvíliðaleik karla sigruðu Atli og Helgi Jóhannessynir TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Jóhanna Jóhannsdóttir og Þorbjörg Kristinsdóttir TBR. Í tvenndarleik sigurðu Helgi Jóhannesson og Elín Þóra Elíasdóttir TBR. Í A-flokki sigraði Ólafur Örn Guðmundsson BH í einliðaleik karla. Í einliðaleik kvenna sigraði Lína Dóra Hannesdóttir TBR. Í tvíliðaleik karla unnu Ólafur Örn BH og Steinn Þorkelsson ÍA. Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA og Sigríður Árnadóttir TBR stóðu uppi sem sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna. Í tvenndarleik sigruðu Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir TBR. Helgi Grétar Gunnarsson ÍA sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Í einliðaleik kvenna vann Unnur Björk Elíasdóttir TBR. Tvíliðaleik karla unnu Aftureldingamennirnir Egill Þór Magnússon og Guðmundur Ágúst Thoroddsen. Í tvíliðaleik kvenna voru einungis tvö pör og því aðeins einn leikur sem lauk með sigri Margrétar Dís Stefánsdóttur og Svanfríðar Oddgeirsdóttur Aftureldingu. Það er athyglisvert að í 13 úrslitaleikjum á mótinu fóru sex leikir í odd eða tæplega helmingur allra úrslitaleikja.

Ragna Ingólfsdóttir tók þátt í opna hollenska mótinu í október og datt úr í fyrstu umferð.

Einliðaleikshluti Óskarsmóts KR var haldinn í október. Sigurvegarar í meistaraflokki voru Atli Jóhannesson TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Í A-flokki sigruðu Reynir Guðmundsson KR og Margrét Finnbogadóttir TBR. Í B-flokki unnu Helgi Grétar Gunnarsson ÍA og Lína Dóra Hannesdóttir TBR.

Vetrarmót TBR var haldið í október. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Í flokki U13 vann Andri Snær Axelsson ÍA í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær og Davíð Örn Harðarson ÍA. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea og Erna Katrín Pétursdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Andri Snær og Harpa Kristný ÍA. Andri Snær vann því þrefalt á þessu móti. Í flokki U15 vann Pálmi Guðfinnsson TBR í einliðaleik sveina. Alda Jónsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri TBR. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni og Alda TBR. Alda vann því þrefalt á þessu móti. Í flokki U17 vann Eiður Ísak Broddason TBR í einliðaleik drengja. Margrét Finnbogadóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Eiður Ísak og Daníel TBR. Í tvíliðaleik telpna unnu Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA og Sigríður Árnadóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Daníel og Sigríður TBR. Í flokki U19 vann Þorkell Ingi Eriksson TBR í einliðaleik pilta. Margrét Jóhannsdóttir TBR vann í einliðaleik stúlkna. Í tvíliðaleik pilta unnu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Þorkell Ingi TBR. Í tvíliðaleik stúlkna unnu Margrét og Sara. Í tvenndarleik unnu Thomas Þór Thomsen og Margrét. Margrét Jóhannsdóttir vann því þrefalt á þessu móti.

TBR Opið var haldið í október. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Gestaspilari frá Danmörku kom, sá og sigraði á mótinu. Hann heitir Rasmus Mangor og er unnusti Tinnu Helgadóttur sem spilar í dönsku deildinni með Værløse en Tinna kom einnig til landsins og tók þátt í mótinu. Rasmus vann í meistaraflokki einliðaleik karla, tvíliðaleik karla með Róberti Þór Henn og tvenndarleik með Tinnu. Í einliðaleik kvenna sigraði Rakel Jóhannesdóttir TBR. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Tinna Helgadóttir. Í A-flokki sigraði Reynir Guðmundsson KR í einliðaleik karla. Einliðaleik kvenna vann Margrét Finnbogadóttir TBR. Tvíliðaleik karla sigruðu Pétur Hemmingsen og Viktor Jónasson TBR. Í tvíliðaleik kvenna unnu Sigríður Árnadóttir og Jóna Kristín Hjartardóttir TBR. Tvenndarleikinn unnu Daníel og Sigríður TBR. Pálmi Guðfinnsson TBR sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími stóð uppi sem sigurvegari í einliðaleik kvenna. Tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson TBR. Arndís Sævarsdóttir og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu unnu tvíliðaleik kvenna. Tvenndarleikinn unnu Kristófer Darri og Margrét.

Kristján Daníelson formaður BSÍ fór á samráðsfund Norðurlandanna og fund Evrópusambandsins í Danmörku.

Nóvember

Ragna Ingólfsdóttir tók þátt í Bitburger mótinu í Þýskalandi og fór í 16 manna úrslit á þessu sterka móti sem skilaði henni 2.720 stig á heimslistanum. Hún tók einnig þátt í alþjóðlega norska mótinu í nóvember og komst í 16 manna úrslit á því móti. Þá tók Ragna þátt í alþjóðlega skoska mótinu og komst þar í 16 manna úrslit.

Unglingamót TBA var haldið í nóvember. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U17. Mótið var hluti af unglingamótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista. Í flokki U13 vann Jóhannes Orri Ólafsson KR í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Elmar Blær Arnarsson og Jökull Karlsson. Í tvíliðaleik táta unnu Andrea og Erna Katrín TBR. Í tvenndarleik unnu Elmar Blær og Valdís Sigurðardóttir Samherja. Í flokki U15 vann Pálmi Guðfinnsson TBR. Alda Jónsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Alexander Huang og Pálmi TBR. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Alexander og Alda TBR. Alda vann því þrefalt á þessu móti. Í flokki U17 vann Stefán Þór Bogason TBR í einliðaleik drengja. Unnur Dagbjört Ólafsdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Stefán Þór TBR og Garðar Hrafn Benediktsson BH. Í tvíliðaleik telpna unnu Elísa Líf og Unnur Dagbjört TBR. Í tvenndarleik í flokki U17 var keppt í riðlum. Sigurvegarar voru Stefán Þór og Unnur Dagbjört TBR. Stefán Þór og Unnur Dagbjört unnu því þrefalt á þessu móti. Ekki var keppt í flokki U19 á mótinu.

Ragna Ingólfsdóttir fékk úthlutuðum styrk úr Afrekskvennasjóði ÍSÍ og Íslandsbanka.

Í nóvember var Iceland International haldið í TBR húsunum. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins og var hækkað í styrkleika frá árinu áður. Alls tóku 71 keppandi frá tíu þjóðum þátt í mótinu, 23 erlendir og 48 íslenskir. Umgjörð mótsins var öll hin glæsilegasta. Mótinu lauk með fimmta sigri Rögnu Ingólfsdóttur í einliðaleik. Hún sigraði Akvile Stapusaityte frá Litháen eftir spennandi oddalotu 21-18, 17-21 og 21-17. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir. Aðrir sigurvegarar voru Mathias Borg frá Svíþjóð í einliðaleik karla, Thomas Dew-Hattens og Louise Hansen frá Danmörku sigurðu tvenndarleikinn og tvíliðaleik karla unnu Thomas Dew-Hattens og Kathias Kany frá Danmörku. Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason höfnuðu í öðru sæti í tvíliðaleik karla. Ragna Ingólfsdóttir og Thomas Dew-Hattens vann því tvöfalt á mótinu.

Skrifað var undir styrktarsamning við Asics sem mun styrkja unglingamótaröðina og mun hún nefnast Asicsmótaröðin. Styrktarsamningur var endurnýjaður við Toyota.

U17 landsliðið tók þátt í Evrópukeppni U17 landsliða í Caldas De Rainha í Portúgal. Liðið skipuðu Daníel Jóhannesson TBR, Eiður Ísak Broddason TBR, Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR, Stefán Ás Ingvarsson TBR, Margrét Finnbogadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR. Liðið spilaði þrjá landsleiki sem enduðu svona: Ísland 0 - Þýskaland 5, Ísland 0 - Frakkland 5 og Ísland 2 - Litháen 3.

Unglingamót BH var haldið í nóvember. Mótið er liðakeppni fyrir aldurshópinn U13 - U17.

Unglingamót Aftureldingar var einnig haldið í nóvember. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Úrslitaleikir mótsins voru margir jafnir og spennandi en sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Andri Snær Axelsson ÍA í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann í einliðaleik táta. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA. Í tvíliðaleik táta unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Í tvenndarleik unnu Andri Snær og Harpa Kristný ÍA. Í flokki U15 vann Kristófer Darri Finnsson TBR í einliðaleik sveina. Alda Jónsdóttir TBR vann í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Davíð Phoung og Vignir Haraldsson TBR. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda og Margrét Nilsdóttir TBR. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Alda TBR. Alda vann því þrefalt á þessu móti. Í flokki U17 vann Guðmundur Ágúst Thoroddsen Aftureldingu í einliðaleik drengja. Unnur Björk Elíasdóttir TBR vann í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Davíð Hafsteinsson og Guðmundur Ágúst Thoroddsen Aftureldingu. Í tvíliðaleik telpna unnu Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA og Unnur Björk Elíasdóttur TBR. Í tvenndarleik unnu Helgi Grétar Gunnarsson ÍA og Unnur Björk Elíasdóttur TBR. Unnur Björk vann því þrefalt á þessu móti. Í flokki U19 vann Thomas Þór Thomsen TBR í einliðaleik pilta. Í einliða- og tvíliðaleik stúlkna var ekki spilað. Í tvíliðaleik pilta unnu Snorri Tómasson TBR og Þorkell Ingi TBR. Ekki var spilað í tvenndarleik í flokki U19.

Desember

Ragna Ingólfsdóttir spilaði á alþjóðlega velska mótinu og lenti þar í öðru sæti en Ragna þurfti að gefa úrslitaleikinn vegna álagstognunar í læri. Annað sætið gaf henni 2.130 stig á heimslistinum. Á komandi ári mun Ragna halda ótrauð áfram að keppa erlendis með það að markmiði að komast á Ólympíuleikana í London árið 2012. Eins og staðan er núna er Ragna í 69. sæti heimslistans og er inni á leikunum næsta sumar.

Dregið var í happdrætti Badmintonsambandsins þann 5. desember. Salan gekk mjög vel og fengu söluhæstu börnin í hverju félagi badmintonspaða sem viðurkenningu fyrir góða sölu. BSÍ þakkar öllu sölufólki sem og þeim sem keyptu miða fyrir stuðninginn.

Jólamót unglinga var haldið í desember en mótið er einliðaleiksmót og er hluti af Asicsmótaröðinni. Sigurvegarar voru eftirtaldir: Í flokki U13 sigraði Jóhannes Orri Ólafsson KR og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA. Í flokki U15 vann Kristófer Darri Finnsson TBR og Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími. Í flokki U17 vann Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR og Margrét Finnbogadóttir TBR. Í flokki U19 sigraði Thomas Þór Thomsen TBR og Sara Högnadóttir TBR.

Á haustönninni spiluðu tveir íslenskir badmintonspilarar í dönsku deildinni. Tinna Helgadóttir spilaði með Værløse sem er nú í fjórða sæti fyrstu deildarinnar og Magnús Ingi Helgason spilar með Hillerød sem spilar í 3. deild er nú á toppi þeirrar deildar.

Auk ofangreindra viðburða á árinu 2011 fóru fram tugir badmintonmóta á vegum aðildarfélaga BSÍ.

Landsliðshópar Badmintonsambandsins æfðu einnig öturlega á árinu bæði á stökum æfingum og í æfingabúðum yfir helgar.

Framundan er nýtt ár með nýjum og krefjandi verkefnum fyrir badmintonfólk um allt land. Ljóst er að árið mun einkennast af aðhaldi í rekstri eins og undanfarin ár en reynt verður eftir fremsta megni að halda hefðbundnum viðburðum sambandsins í föstum skorðum.

Fyrsta verkefni landsliðanna á nýju ári er Evrópukeppni karla- og kvennalandsliða sem fer fram í Hollandi í febrúar.

Stjórn og starfsfólk Badmintonsambandsins sendir badmintonfólki og landsmönnum öllum bestu óskir um gleðilegt ár og þakkir fyrir samstarfið á árinu sem nú er senn á enda.

Skrifað 31. desember 2011

Skrifađ 31. desember, 2011
mg