Hillerřd tryggđi stöđu sína á toppi ţriđju deildarinnar

Sjötta umferð þriðju deildarinnar í Danmörku fór fram í gærkvöldi.

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar sigraði andstæðing sinn, Gentofte 3, 8-5.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, tvíliðaleik og tvenndarleik. Tvenndarleikinn spilaði hann með Stine Kildegaard Hansen gegn Jens Mogensen og Julie Jensen Bendtsen. Magnús og Hansen unnu leikinn 21-14 of 21-8. Tvíliðaleikinn spilaði hann með Peter Rasmussen gegn Rasmus Colberg og Kasper Hansen. Magnús og Rasmussen unnu leikinn 21-14 og 21-14.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Hillerød og Gentofte 3.

Hillerød er nú á toppi þriðju deildarinnar með 16 stig en aðeins ein umferð er eftir, 15. janúar þegar Hillerød mætir Skibby, sem er í sjötta sæti deildarinnar.

Smellið hér til að sjá stöðuna í þriðju deildinni.

Skrifađ 19. desember, 2011
mg