Úrslit á Jólamóti unglinga

Jólamót unglinga var haldið um helgina. Keppt var í einliðaleik í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Í flokki U13 sigraði Jóhannes Orri Ólafsson KR Bjarna Guðmann Jónsson eftir oddalotu 21-16, 18-21 og 21-19 í flokki hnokka. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA vann Hafdísi Jónu Þórarinsdóttur BH í flokki táta einnig eftir oddalotu 21-19, 18-21 og 21-10.

Í flokki U15 vann Kristófer Darri Finnsson TBR Pálma Guðfinnsson TBR eftir 21-18 og 21-16 í flokki sveina. Harpa Hilmisdóttir UMF Skallagrími sigraði Örnu Karen Jóhannsdóttur Aftureldingu 21-10 og 22-20 í flokki meyja.

Í flokki U17 vann Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR Stefán Ás Ingvarsson TBR eftir oddalotu 9-21, 21-18 og 21-17 í flokki drengja. Margrét Finnbogadóttir TBR vann Sigríði Árnadóttur TBR 21-10 og 21-18 í flokki telpna.

Í flokki U19 sigraði Thomas Þór Thomsen TBR Kristinn Inga Guðjónsson BH 21-17 og 21-16 í flokki pilta. Sara Högnadóttir TBR vann Margréti Jóhannsdóttur TBR 21-17 og 21-19.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Jólamóti unglinga.

Skrifađ 19. desember, 2011
mg