Jólamót unglinga er um helgina

Hið árlega jólamót unglinga er á laugardaginn í TBR húsunum við Gnoðarvog. 

Mótið er einliðaleiksmót og keppt er í aldursflokkunum U13 til og með U19.  Mótið sem er hluti af Asicsmótaröðinni og gefur stig á styrkleikalista unglinga hjá Badmintonsambandi Íslands og hefst klukkan 10. 

Alls taka 109 keppendur þátt frá tíu félögum þátt, Aftureldingu, BH, Hamri, ÍA, Keflavík, KR, Samherja, TBR, UMF Skallagrími og UMF Þór. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Jólamóti unglinga.

Skrifađ 15. desember, 2011
mg