Ragna gaf úrslitaleikinn á velska mótinu

Ragna Ingólfsdóttir gaf úrslitaleikinn á alþjóðlega velska mótinu. Hún tognaði á læri um síðustu helgi og gaf því úrslitaleikinn gegn andstæðingi sínum, Nicole Schaller frá Sviss.

Ragna og Schaller hafa ekki mæst áður en Ragna er númer 66 á heimslistanum en Schaller er númer 144. Ragna keppir því ekki á alþjóðlega írska mótið um næstu helgi eins og til stóð.

Smellið hér til að sjá önnur úrslit á alþjóðlega velska mótinu.

Næsta mót sem Ragna keppir í er alþjóðlega sænska mótið 19. - 22. janúar næstkomandi.

Skrifađ 4. desember, 2011
mg