Ragna komin í úrslit í alţjóđlega velska mótinu

Ragna vann undanúrslitaleikinn á alþjóðlega velska mótinu nú rétt í þessu.

Andstæðingur hennar var Tanvi Lad frá Indlandi sem er númer 157 á heimslistanum. Viðureign Rögnu og Lad lauk eins og fyrr sagði með sigri Rögnu 21-10 og 21-14.

Úrslit mótsins ráðast á morgun en þá mætir Ragna Nicole Schaller frá Swiss. Schaller er í 144. sæti heimslistans en Ragna er í 66. sæti. Ef Ragna sigrar mótið gefur það henni 2.500 stig á heimslistanum sem er mikilvægt á leið hennar í að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í London 2012.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á alþjóðlega velska mótinu.

Skrifađ 3. desember, 2011
mg