Ragna komin í átta manna úrslit í Wales

Ragna Ingólfsdóttir vann annan leik sinn á alþjóðlega velska mótinu nú rétt í þessu. Andstæðingur hennar var Nicki Chan-Lam frá Englandi og Ragna vann leikinn örugglega 21-10 og 21-9.

Ragna er því komin í átta manna úrslit og mætir í þeim í fyrramálið Sarah Thomas frá Wales. Thomas er íslenskum badmintonáhugamönnum kunn en hún keppti á Iceland International 2010 og datt þar út í 16 manna úrslitum en Ragna vann mótið. Thomas sem er raðað í sjöunda sæti í mótið og er í 184. sæti heimslistans en Rögnu er raðað númer eitt inn í mótið og er í 66. sæti.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins á alþjóðlega velska mótinu.

Skrifađ 2. desember, 2011
mg