Unglingamót á Siglufirði framundan

Helgina 8.-9.desember næstkomandi fer fram á Siglufirði Unglingamót TBS 2007. Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik í aldursflokkunum U13, U15 og U17. Mótið hefst kl. 10.00 báða dagana. Það er Tennis- og badmintonfélag Siglufjarðar sem hefur veg og vanda af skipulagningu þessa árlega móts. Síðasti skráningardagur í mótið er næstkomandi mánudagur 3.desember. Nánari upplýsingar um mótið má finna með því að smella hér. Badmintonsambandið skorar á sem flest félög að skella sér norður til að sækja Siglfirðinga heim.
Skrifað 29. nóvember, 2007
ALS