Úrslit á Unglingamóti Aftureldingar

Unglingamót Aftureldingar var haldið um helgina. Keppt var í öllum greinum í aldursflokkum U13 til U19. Mótið var hluti af Asicsmótaröð Badmintonsambands Íslands og gaf stig á styrkleikalista unglinga. Úrslitaleikir mótsins voru margir jafnir og spennandi en sigurvegarar á mótinu voru eftirtaldir:

Í flokki U13 sigraði Andri Snær Axelsson ÍA Jóhannes Orra Ólafsson KR 21-15 og 21-11 í einliðaleik hnokka. Andrea Nilsdóttir TBR vann Úlfheiði Emblu Ásgeirsdóttur ÍA í einliðaleik táta 21-14 og 21-7. Í tvíliðaleik hnokka unnu Andri Snær Axelsson og Davíð Örn Harðarson ÍA Atla Má Eyjólfsson og Jóhannes Orra Ólafsson KR eftir oddalotu 21-19, 17-21 og 21-13. Í tvíliðaleik táta unnu Harpa Kristný Sturlaugsdóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir ÍA Andreu Nilsdóttur TBR og Sylvíu Söru Sigurðardóttur Aftureldingu 21-17 og 21-17. Í tvenndarleik unnu Andri Snær og Harpa Kristný ÍA Tómas Andra Jörgensson og Úlfheiði Emblu ÍA 21-12 og 21-9.

Í flokki U15 vann Kristófer Darri Finnsson TBR Pálma Guðfinnsson TBR eftir oddalotu 21-19, 19-21 og 21-18 í einliðaleik sveina. Alda Jónsdóttir TBR vann Hörpu Hilmisdóttur UMF Skallagrími 21-14 og 21-5 í einliðaleik meyja. Í tvíliðaleik sveina unnu Davíð Phoung og Vignir Haraldsson TBR Davíð Bjarna Björnsson og Kristófer Darra Finnsson TBR eftir oddalotu 16-21, 21-13 og 21-18. Í tvíliðaleik meyja unnu Alda og Margrét Nilsdóttir TBR Örnu Karen Jóhannsdóttur og Margréti Dís Stefánsdóttur Aftureldingu 21-10 og 21-19. Í tvenndarleik unnu Davíð Bjarni Björnsson og Alda TBR þau Róbert Inga Huldarson og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-12 og 21-11. Alda vann því þrefalt á þessu móti.

Í flokki U17 vann Guðmundur Ágúst Thoroddsen Aftureldingu Andra Pál Alfreðsson TBR 21-16 og 21-18 í einliðaleik drengja. Unnur Björk Elíasdóttir TBR vann Unni Dagbjörtu Ólafsdóttur TBR 21-7 og 21-8 í einliðaleik telpna. Í tvíliðaleik drengja unnu Davíð Hafsteinsson og Guðmundur Ágúst Thoroddsen Aftureldingu Arnór Tuma Finnsson UMF Skallagrími og Helga Grétar Gunnarsson ÍA eftir oddalotu 21-17, 8-21 og 21-16. Í tvíliðaleik telpna unnu Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA og Unnur Björk Elíasdóttur TBR en í flokknum var spilað í riðlum. Í tvenndarleik unnu Helgi Grétar Gunnarsson ÍA og Unnur Björk Elíasdóttur Daníel Þór Heimisson og Alexöndru Stefánsdóttur ÍA eftir oddalotu 21-12, 16-21 og 21-18. Unnur Björk vann því þrefalt á þessu móti.

Í flokki U19 vann Thomas Þór Thomsen TBR Þorkel Inga Eriksson TBR 21-15 og 21-9 í einliðaleik pilta. Í einliða- og tvíliðaleik stúlkna var ekki spilað. Í tvíliðaleik pilta unnu Snorri Tómasson og Þorkell Ingi en þar var spilað í riðlum. Ekki var spilað í tvenndarleik í flokki U19.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingamóti Aftureldingar.

Skrifað 28. nóvember, 2011
mg