Margrét og Sigríður komnar í þriðju umferð

Margrét Finnbogadóttir og Sigríður Árnadóttir unnu viðureign sína í tvíliðaleik á Evrópumóti U17 sem fram fer nú í Portúgal.

Margrét og Sigríður sátu hjá í fyrstu umferð og mættu Luisa Faira og Noemia Jesus frá Portúgal í dag. Margrét og Sigríður unnu 21-13 og 21-18.

Þær mæta seinna í dag Ine Lanckriet og Flore Vandenhoucke frá Belgíu en þeim er raðað númer fimm inn í tvíliðaleik kvenna.

Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir duttu út þegar þær töpuðu mjög naumlega fyrir Aycan Koc og Özge Özer frá Tyrklandi eftir oddalotu 14-21, 21-15 og 22-20.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á Evrópumóti U17.

Skrifað 25. nóvember, 2011
mg