Margrét/Sara og Margrét/Sigríður komnar áfram í tvíliðaleik á Evrópumóti U17

Eftir fyrstu umferð í Evrópukeppni U19 í Portúgal eru Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir komnar áfram í tvíliðaleik kvenna og Margrét Finnbogadóttir og Sigríður Árnadóttir eru einnig komnar áfram í tvíliðaleik, þær sátu hjá í fyrstu umferð. Aðrir keppendur eru dottnir úr keppni.

Margrét og Sara unnu Magdalena Lejdova og Denisa Sikalova frá Tékklandi 21-17 og 21-16 og spila í annarri umferð í dag.

Eiður Ísak Broddason tapaði í einliðaleik fyrir Josh Neil frá Skotlandi 9-21 og 9-21.

Daníel Jóhannesson tapaði í einliðaleik fyrir Pirmin Klotzner frá Ítalíu 18-21 og 11-21.

Margrét Jóhannsdóttir tapaði naumlega í einliðaleik fyrir Jordan Hart frá Wales 20-22 og 18-21.

Sara Högnadóttir tapaði í einliðaleik fyrir Martina Repiska frá Slóvakíu 19-21 og 12-21.

Eiður og Daníel spiluðu tvíliðaleik við Lars Schänzler og Marvin Seidel frá Þýsklandi og töpuðu 7-21 og 13-21.

Sigurður Sverrir Gunnarsson og Stefán Ás Ingvarsson spiluðu einnig tvíliðaleik við Andriy Lachkov og Mykhaylo Sergey frá Úkraínu og töpuðu 11-21 og 12-21.

Önnur umferð í tvíliðaleik kvenna verður um hádegi í dag.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Evrópumóti U17.

Skrifað 25. nóvember, 2011
mg