Unglingamóti TBS frestað

Unglingamóti TBS, sem halda átti helgina 3. - 4. desember næstkomandi, hefur verið frestað. 

Ástæða þess er hið hræðilega umferðaslys sem átti sér stað á Siglufirði fyrir nokkrum dögum. 

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvenær mótið verður en það verður auglýst hér á heimasíðu Badmintonsambands Íslands. 

Badmintonsamband Íslands sendir hugheilar kveðjur til Siglfirðinga.

Skrifað 22. nóvember, 2011
mg