Ísland tapaði fyrir Frakklandi 0-5

U17 landslið Íslands keppti í gærdag við U17 landslið Frakklands á Evrópukeppni U17 landsliða í Portúgal.

Frakkland, sem er raðað númer sex inn í keppnina, vann allar viðureignirnar og enduðu leikar því 0-5 fyrir Frakklandi.

Daníel Jóhannesson spilaði einliðaleik karla og tapaði 7-21 og 9-21 fyrir Tanguy Citron.

Margrét Jóhannsdóttir spilaði einliðaleik kvenna og tapaði 13-21 og 12-21 fyrir Delphine Lansac.

Tvíliðaleik karla spiluðu Sigurður Sverrir Gunnarsson og Stefán Ás Ingvarsson en hann endaði með sigri Vanmael Heriau og Loic Mittelheisser 8-21 og 7-21.

Tvíliðaleikur kvenna var mest spennandi en hann fór í odd. Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir spiluðu þann leik gegn Stacey Guerin og Anne Tran. Þær frönsku sigruðu 21-15, 18-21 og 21-13.

Tvenndarleikinn spiluðu Eiður Ísak Broddason og Sara Högnadóttir við Jordan Corvee og Marie Batomene en leikurinn endaði 21-15 og 21-13.

Næsti leikur er á morgun, mánudag, við Litháen.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Evrópumóti U17 landsliða.
Skrifað 21. nóvember, 2011
ALS