Ísland tapaði fyrir Þýskalandi 0-5

U17 landslið Íslands spilaði fyrstu viðureign sína á Evrópumóti U17 landsliða í Portúgal í dag. Fyrsta viðureignin var á móti Þýskalandi og hún endaði með sigri Þýskalands 0-5.

Eiður Ísak Broddason tapaði fyrir andstæðingi sínum, Lars Schänzler, í einliðaleik 5-21 og 6-21.

Margrét Jóhannsdóttir tapaði einliðaleik sínum 18-21 og 15-21 en hún keppti við Lara Käpplein.

Sigurður Sverrir Gunnarsson og Stefán Ás Ingarsson töpuðu tvíliðaleik sínum 3-21 og 10-21 gegn Johannes Pistorius og Fabian Roth.

Margrét Finnbogadóttir og Sara Högnadóttir spiluðu tvíliðaleik kvenna. Andstæðingar þeirra voru Linda Efler og Jennifer Karnott. Margrét og Sara töpuðu leiknum 10-21 og 10-21.

Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir spiluðu tvenndarleik. Andstæðingar þeirra voru Fabian Roth og Lara Käpplein. Daníel og Sigríður töpuðu 17-21 og 8-21.

Næsti leikur íslensku krakkanna er á morgun gegn Frakklandi sem er raðað númer sex inn í keppnuna.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á Evrópumóti U17 landsliða.

Skrifað 19. nóvember, 2011
mg