Asics er styrktaraðili Badmintonsambandsins

Nýverið var gengið frá samstarfssamingi Asics og Badmintonsambands Íslands. 

Asics er styrktaraðili unglingamótaraðar BSÍ sem mun bera heitið Asicsmótaröðin.  Badmintonsambandið fagnar samstarfinu. 

Smellið hér til að sjá heimasíðu Asics.

Áður en U17 landslið Íslands hélt til Portúgal til að taka þátt í Evrópumóti U17 fengu keppendurnir afhendar flíspeysur og skó frá Asics en þess má geta að Ragna Ingólfsdóttir spilar einnig í Asics skóm.

Skrifað 18. nóvember, 2011
mg