Ragna komin í aðra umferð á norska mótinu

Ragna Ingólfsdóttir lék sinn fyrsta leik á alþjóðlega norska mótinu nú rétt í þessu.

Hún keppti við Sandra-Maria Jensen frá Danmörku og vann 21-13 og 21-19. Jensen er í 221. sæti heimslistans en Ragna er í því 64.

Annar leikur Rögnu á mótinu er síðar í dag en þá keppir hún við Chloe Magee frá Írlandi. Magee er í 49. sæti heimslistans og er raðað númer fjögur inn í einliðaleik kvenna á þessu móti.

Ragna og Magee hafa þrisvar mæst áður en þær öttu kappi á alþjóðlega litháenska mótinu í júní á þessu ári en þar vann Magee 21-11 og 23-21, á norska mótinu í fyrra en þar vann Magee eftir oddalotu 20-22, 21-9 og 21-15. Ragna vann Magee á Evrópukeppni landsliða árið 2007 21-18 og 21-18. Því má búst við erfiðum leik hjá Rögnu á eftir.

Smellið hér til að sjá úrslit á alþjóðlega norska mótinu.

Skrifað 18. nóvember, 2011
mg