Ragna tekur þátt í norska mótinu

Ragna Ingólfsdóttir tekur þátt í alþjóðlega norska mótinu sem fer fram nú um helgina. 

Ragna spilar fyrsta leik sinn á mótinu á morgun, föstudag.  Fyrsti mótherji Rögnu mun koma upp úr forkeppninni en það skýrist seinna í dag hver hann verður. 

Mótið er nokkuð sterkt en Larisa Griga fær fyrstu röðun í einliðaleik kvenna en hún er númer 36 á heimslistanum. 

Ragna er númer 64 á listanum.

Smellið hér til að sjá niðurröðun á mótinu.

Skrifað 17. nóvember, 2011
mg