Unglingamót BH er um helgina

Unglingamót BH, liðakeppnin vinsæla, er um helgina. 

Fjögur félög hafa skráð lið til keppni, BH, Hamar, ÍA og TBR, en liðin verða 17 talsins.

Á laugardeginum á flokkur U13 að mæta klukkan 9 og áætluð leikslok hjá þeim er klukkan 18.  U15A á að mæta klukkan 10:15 og áætluð leikslok hjá þeim er klukkan 17.

U15B og U17-U19 spila á sunnudeginum og eiga að mæta klukkan 9:30.  Áætluð leikslok hjá þeim er klukkan 17. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun í mótið. 

Smellið hér til að sjá nánari dagskrá Unglingamóts BH.

Skrifað 17. nóvember, 2011
mg