U17 landsli­i­ tekur ■ßtt Ý Evrˇpukeppni Ý Port˙gal

Unglingalandslið U17 í badminton heldur á fimmtudag til Portúgal til að taka þátt í Evrópukeppni U17. Keppt verður í einstaklingskeppni og í liðakeppni.

Landsliðið skipa Daníel Jóhannesson, Eiður Ísak Broddason, Sigurður Sverrir Gunnarsson, Stefán Ás Ingvarsson, Margrét Finnbogadóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Sara Högnadóttir og Sigríður Árnadóttir. Þau koma öll frá TBR.

U17 landlið Íslands

Liðakeppnin fer fram frá 19. - 23. nóvember og einstaklingskeppnin fer fram frá 23. - 27. nóvember.

Ísland er í riðli sex með Frakklandi, Litháen og Þýskalandi er keppt verður í sjö riðlum í liðakeppninni. Frökkum er raðað númer sex inn í keppnina. Önnur lönd sem fá röðun eru Danmörk sem fær fyrstu röðun, Rússlandi er raðað númer tvö, Tyrklandi númer þrjú, Englandi númer fjögur, Spáni númer fimm og Póllandi númer sjö. Íslenska liðið á fyrsta leik við Þýskaland laugardaginn 19. nóvember.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í liðakeppnina.

Í einstaklingskeppninni verður keppt í úrsláttarkeppni.

Daníel og Eiður Ísak munu keppa í einliðaleik karla, Margrét Jóhanns. og Sara í einliðaleik kvenna, Eiður Ísak og Daníel keppa saman í tvíliðaleik karla og Stefán Ás og Sigurður Sverrir einnig, Margrét J. og Sara keppa saman í tvíliðaleik kvenna og Margrét F. og Sigríður keppa saman. Í tvenndarleik keppa Stefán Ás og Sigríður saman og Sigurður Sverrir og Margrét F. keppa saman.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í einstaklingskeppnina.

Skrifa­ 15. nˇvember, 2011
mg