Thomas Dew-Hattens and Louise Hansen sigurvegarar í tvenndarleik

Úrslitaleik í tvenndarleik var að ljúka rétt í þessu á Iceland International mótinu. 

Sigurvegarar eru Thomas Dew-Hattens og Louise Hansen frá Danmörku en þau unnu írska parið Tony Stephenson og Sinnead Chambers. 

 

Iceland International 2011 - Louise Hansen/Thomas Dew Hattens og Tony Stephensen/Sinnead Chambers

 

Stephenson spilar einnig til úrslita í einliðaleik karla en þar mætir hann hinum geisisterka Mathias Borg frá Svíþjóð. 

Nú er úrslitaleikur í einliðaleik kvenna að hefjast en þar mætir Ragna Ingólfsdóttir Akvile Stapusaityte frá Litháen.

Skrifað 13. nóvember, 2011
mg