Lokadagur á Iceland International mótinu

Nú voru að hefjast úrslitaleikir í tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik á Iceland International mótinu sem fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog. 

Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir leika til úrslita í tvíliðaleik kvenna.  Keppinautar þeirra eru Celilie Clausen og Fie Christensen frá Danmörku. 

Í tvenndarleik leika til úrslita Tony Stephenson og Sinnead Chambers frá Írlandi.  Þau etja kappi við Thomas Dew-Hattens og Louise Hansen frá Danmörku.

Skrifað 13. nóvember, 2011
mg