Undanúrslit á Iceland International hefjast klukkan 16:30

Undanúrslit hefjast kl.16:30.

Leikið verður á þremur völlum og hefst keppni í einliðaleik karla á tveimur völlum og einliðaleik kvenna á einum velli.

Í einliðaleik kvenna verður byrjað á leik Rögnu Ingólfsdóttur.

Næstu leikir verða í þessari röð: Seinni einliðaleikur kvenna, tvíliðaleikir kvenna, tvíliðaleikir karla og tvenndarleikir.

Ragna Ingólfsdóttir spilar einliðaleik sinn klukkan 16:30. Enginn Íslendingur er eftir í einliðaleik karla en íslensk pör spila í tvíliðaleikjum kvenna og karla og auk þess í tvenndarleik.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Skrifað 12. nóvember, 2011
mg