Annar dagur á Iceland International hafinn

Annar dagur Iceland International í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog hófst kl. 10:00.

Dagurinn hófst á átta liða úrslitum í tvenndarleik. Eftir umferðina eru tvö íslensk pör komin í undanúrslit, systkinin Magnús Ingi og Tinna Helgabörn ásamt Atla Jóhannessyni og Snjólaugu Jóhannsdóttur. Atli og Snjólaug mæta Thomas Dew-Hattens og Louise Hansen frá Danmörku en Magnús Ingi og Tinna mæta Tony Stephensen og Sinnead Chambers frá Írlandi. Viðureign þeirra fer fram seinni partinn í dag.

Nú eru að hefjast átta manna úrslit í einliðaleik kvenna en þar etur Ragna Ingólfsdóttir kappi við Helena Cable frá Englandi.

 

Iceland International 2011 - Ragna Ingólfsdóttir

 

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á mótinu.

Skrifað 12. nóvember, 2011
mg