Fyrsta degi Iceland International er lokið

Fyrsta degi á Iceland Interntional lauk með leikjum í tvíliðaleik karla og kvenna.

Í tvíliðaleik karla féllu þrjú íslensk pör úr leik fyrir dönskum andstæðingum. Þá féllu tvö íslensk pör úr leik fyrir löndum sínum.

Á morgun leika þeir Helgi Jóhannesson og Magnús Ingi Helgason við Jesper Laumand og Rasmus Price Ostergaard Andersen frá Danmörku, Ragnar Harðarson og Heiðar Sigurjónsson keppa við Thomas Dew-Hattens og Mathias Kany frá Danmörku og Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson etja kappi við Nikolaj S. Mortensen og Tore Vilhelmsen frá Danmörku. Þá keppa Ástvaldur Heiðarsson og Daníel Thomsen við Jónas Baldursson.

Iceland International 2011 - Tómas Björn Guðmundsson og Kjartan ValssonIceland International 2011

Leikir í tvíliðaleik karla hefjast klukkan 12:40 á morgun, laugardag. Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í tvíliðaleik karla.

Þess má geta að faðir Thomas Dew-Hattens keppti eitt sinn til úrslita í tvíliðaleik á heimsmeistaramóti í badminton.

Í tvíliðaleik kvenna er eitt erlent par skáð til leiks, Celilie Nystrup Wegener Clausen og Fie S. Christensen. Þær eru komnar áfram áfram í átta liða úrslit ásamt sjö íslenskum pörum.

Iceland International 2011 - Erla Björg Hafsteinsdóttir og Elsa NielsenIceland International 2011 -Tinna Helgadóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í tvíliðaleik kvenna. Leikir í tvíliðaleik kvenna hefjast á morgun klukkan 12.

Í tvenndarleik komust fimm íslensk pör í átta liða úrslit auk tveimur pörum frá Danmörku og einu frá Írlandi.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í tvenndarleik. Mótið hefst klukkan 10 á morgun, laugardag, með átta liða úrslitum í tvenndarleik.

Átta liða úrslit fara fram á morgun frá klukkan 10 til 13:30. Þá verður gert hlé á mótinu sem hefst aftur klukkan 16:30 með undanúrslitum.

Skrifað 11. nóvember, 2011
mg