Línuverđir fara líka á Ólympíuleika

Þeir sem hafa fylgst með badmintonkonunni Rögnu Ingólfsdóttur undanfarin ár vita að það er ekkert auðvelt að vinna sér rétt til þátttöku á Ólympíuleikunum í badminton. Þeir sem slíkt reyna þurfa bæði að vera mjög góðir leikmenn, æfa mjög mikið, taka þátt í mörgum alþjóðlegum mótum um allan heim og hafa sterka styrktaraðila til að standa undir kostnaði.

En það eru fleiri en leikmenn sem keppast við að komast á Ólympíuleika. Alþjóða Badmintonsambandið hefur nú auglýst á heimasíðu sinni að áhugasamir línuverðir geti sótt um að komast í línuvörslu á Ólympíuleikunum. Aðeins línuverðir sem hafa reynslu af því að dæma á alþjóðlegum mótum koma til greina en þeir verða jafnframt að vera heilsuhraustir og yngri en 60 ára. Hægt er að smella hér til að skoða auglýsinguna.

Leikmennirnir í íslensku badmintonlandsliðshópunum sem sáu um línuvörslu á alþjóðlega badmintonmótinu Iceland Express International fyrr í mánuðinum hafa líklega ekki næga reynslu ennþá til að sækja um sæti á Ólympíuleikum. Þeir stóðu sig engu að síður mjög vel og var hrósað mikið af yfirdómara og öðrum dómurum mótsins.

Skrifađ 21. nóvember, 2007
ALS