Iceland International í fullum gangi

Í dag hófst Iceland International í TBR húsunum. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og gefur stig á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins. Alls 71 keppendur frá tíu þjóðum taka þátt í mótinu, 23 erlendir og 48 íslenskir.

Keppni hófst kl. 10:00 á fyrstu umferð í tvenndarleik og svo tóku við einliðaleikir karla og einliðaleikir kvenna.

Tvíliðaleikir hefjast klukkan 16:25.

Á morgun laugardag hefst keppni í 8 liða úrslitum kl. 10:00 og undanúrslit hefjast svo kl. 16:30. Úrslitaleikirnir verða spilaðir á sunnudag og hefjast kl. 10:00.

Átta íslenskir keppendur eru komnir áfram í aðra umferð í einliðaleik karla, Birkir Steinn Erlingsson, Kári Gunnarsson, Atli Jóhannesson, Jónas Baldursson, Helgi Jóhannesson, Magnús Ingi Helgason, Haukur Stefánsson og Egill Guðlaugsson. Þeir etja allir kappi við erlenda keppendur í annarri umferð seinna í dag.

Í einliðaleik kvenna töpuðu allir íslensku keppendurnir sem spiluðu í fyrstu umferð. Önnur umferð í einliðaleik kvenna fer fram klukkan 15:15 í dag. Í henni spila Ragna Ingólfsdóttir, Elín Þóra Elíasdóttir, Rakel Jóhannesdóttir, Sara Högnadóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir og Margrét Jóhannsdóttir auk erlendra keppenda.

Núna er önnur umferð í einliðaleik karla að hefjast og á eftir þeim önnur umferð í einliðaleik kvenna.

Smellið hér
til að sjá úrslit á mótinu.

Skrifað 11. nóvember, 2011
mg