Iceland International hefst í dag

Alþjóðlega mótið Iceland International hefst í TBR húsunum í dag klukkan 10 fyrir hádegi. 

Bestu badmintonspilarar landsins taka þátt í mótinu sem er haldið í 15. skipti og þátttakendur eru frá tíu þjóðlöndum. 

Keppni hefst með tvenndarleikjum klukkan 10 og einliðaleik karla lukkan 11:10.  Fyrsta umferð í einliðaleik kvenna er klukkan 12:55, tvíliðaleikur karla klukkan 16:25 og spilað verður í tvíliðaleik kvenna klukkan 17:35. 

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á mótinu.

Skrifað 11. nóvember, 2011
mg