Nýtt tölublađ veftímaritsins um badminton komiđ út

Nýjasta tölublað veftímarits Badminton Europe um badminton er komið út. Þetta er 11. tölublað veftímaritsins en í því er fjallað um heimsmeistaramótið í London.

Viðtöl eru við Imogren Bankier toppspilara frá Bretlandi og við stjórnarmeðlim Badminton Europe Kevin Scott. Að auki er fjallað um Evrópukeppni U17 sem verður haldin í Portúgal nú í nóvember. Að lokum er gægst inn í dag hjá Selena Piek frá Hollandi.

Smellið hér til að lesa veftímaritið.

Smellið hér til að nálgast eldri tölublöð veftímaritsins.

Skrifađ 7. nóvember, 2011
mg