Ragna komin áfram á Bitburger Open

Ragna fékk fyrsta leik sinn á Bitburger Open mótinu gefinn. 

Hún átti að etja kappi við Maja Tvrdy frá Slóveníu.  Tvrdy tilkynnti mínútu fyrir leikinn að hún gæfi hann sökum meiðsla.  Ragna keppti við Tvrdy í haust í Guatemala og vann þann leik léttilega, 21-5 og 21-14.  Tvrdy er í 71. sæti heimlistans en Ragna er í næsta sæti fyrir neðan, númer 72. 

Ragna spilar því fyrsta leik sinn á mótinu á morgun, fimmtudag. 

Þá keppir hún við Tine Baun frá Danmörku.  Baun er númer 7 á heimslistanum.  Ragna hefur einu sinni keppt við Baun, árið 2003.  Þann leik vann Baun.

Smellið hér til að sjá fleiri útslit á Bitburger Open.

Skrifað 2. nóvember, 2011
mg