Niđurröđun leikja á Iceland International birt á netinu

Rétt í þessu var dráttur í Iceland International mótið birtur á netinu.

23 erlendir keppendur frá níu löndum, Danmörku, Englandi, Írlandi, Litháen, Noregi, Slóveníu, Svíþjóð og Wales eru skráðir í mótið auk 46 íslenskra keppenda.

Ragna fær fyrstu röðun í einliðaleik kvenna en sigur á mótinu myndi færa henni mikilvæg stig á heimslistanum og greiða leið hennar frekar í báráttunni um að komast á Ólympíuleikana í London næsta sumar.

Mótið fer fram í TBR húsunum við Gnoðarvog og hefst föstudaginn 11. nóvember og endar á úrslitum sunnudaginn 13. nóvember.

Smellið hér til að nálgast dráttinn í mótið.

Skrifađ 2. nóvember, 2011
mg